14.12.2007 | 17:21
Svekkelsi
Eitt orð getur lýst líðan mínum í dag,það er orðið "svekkt".
Ég náði öllum prófunum í MK,og er því komin með 140 einingar í PLÚS (við þær einingar sem ekki verða metnar frá MÍ) Áfangastjóri MK sagði mér í dag að ég gæti ekki orðið stúdent því það vanti 3 einingar, og ekki er hægt að nýta einingar frá MÍ. Því einingarnar eru í fögum sem eru ekki inn á kennsluskrá menntaskólanna, svo Menntaskólinn á Ísafirði, bjó til þessi fög á meðan ég var í skólanum, og í framhaldi af því get ég ekki fengið það metið. En ég fékk þann kost að taka próf á miðvikudaginn í ísl603 en spurning hvort það borgi sig,ég kann ekki rass í þessu fagi Þetta verður hausverkur helgarinnar,ég er samt við það að gefast upp, alltaf þegar ég ætla að útskrifas þá finna þau eitthvað að. Svo ein önnur spurningin er sú ef ég ákveð að taka fag utanskóla eftir áramót, verður það ekki þannig að þau reyni bara að finna enn einn gallann ? Ég gefst upp!!
En ætli ég geti kært þennan skóla. Fyrir það að ég var látin borga sitthvora önnina og fyrir þennan pening fékk ég ekki neitt. Ég var láti í fög sem að skólinn bjó til,sem myndu aldrei gagnast mér í framtíðinni. Ég ætla allavega að hugsa málið, og ekki sakar það að kæra þau. Því ég hefði alveg getað plokkað orma úr fiski í staðin fyrir að borga þeim 9000-10.þús fyrir ekki neitt. Ég var rænd!!
Um bloggið
Þér kemur það bara ekkert við
Bloggvinir
Tenglar
Í minningu um:
Krílin
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ til hamingju með nýja bloggið og að hafa náð öllum prófunum! Ég ráðlegg þér bara að skella þér í þetta próf meina það sakar ekki og ef það fer til fjandans þá ferðu bara að vinna og tekur eitt fag utan skóla :) Ekki gefast upp dúllan mín
Valdís (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.