Kemur allt með kaldavatninu

Þá er prófunum lokið hjá mér,og spenningur magnast. Beðið er eftir útkomunni úr prófunum,og er þetta orðið hálf óbærilegt. Einn daginn er maður afskaplega jákvæður og bjartsýnn og hlakkar til útskriftarinnar,en hinn daginn þá er ég ekki viss hvort ég hafi klárað og aflýst útskriftinni í huganum. 
Ég skítféll á Íslenskufjarnáminu,fékk ekki nema 1,5 sem er afskaplega slappt. Mér fannst ég líka ganga herfilega í prófinu. Samt sem áður var ég búin að gera prófin sem hann setti fyrir og skila verkefnum. Ég sendi fyrirspurnir um verkefnin hvort ég væri að gera rétta hluti,en fékk aldrei svar,svo í raun vissi ég aldrei hvernig ég væri að standa mig. En svo fór ég yfir verkefnin mín fyrir prófið og mætti í það,og jáh eins og segi hér fyrir ofan. Ég skítféll!
En það eru komnar 19 einingar inn af 22 í MK,svo ég er með krosslagða fingur í sambandi við þetta allt saman. Ég er búin að senda áfangastjóranum e-mail um námið og fékk ég í eitt skiptið svarið " það er nú leitt, og hvað ætlaru að gera eftir áramótin" Mér fannst þetta lélegt,því ef ég næ að klára söguna þá er ég komin með allt í allt 140 einingar. En þarf að taka einn aukaáfanga út af kjörsviðinu. Hvað með þennan yfirdrifna einingarfjölda úr Menntaskólanum á Ísafirði. Er verið að segja mér það þá óbeint að tilgangur minn í MÍ þessi ár sem ég var þar hafi verið enginn. Ég hefði jafnvel getað verið að vinna á færibandinu í frystihúsinu í Hnífsdal,í staðin fyrir að sitja þar á skólabekk ? Ég hef aldrei verið jafn sár út í skólanefnd og skólann á Ísafirði,sem er megin ástæðan fyrir því að ég yfirgaf skólann, mér finnst skömm að útskrifast frá þessum skóla, og viðhorf mitt til hans mun aldrei breytast, fyrr en að Gósý hefur sagt upp störfum þar.
En ég fer ekki ofan af mínu,margir hafa fengið ótrúlegustu sénsa í sambandi við stúdentinn,svo ég ætla að bíða og vona..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef svo fulla trú á þér elskan!! :)  Ég skal krossa fingur og tær og senda þér góða strauma! :) 

Bara að vera jákvæð, þá gengur allt svo miklu betur!!

Eygló (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þér kemur það bara ekkert við

Ég

Ásgerður Friðbjarnardóttir
Ásgerður Friðbjarnardóttir

Ásgerður heiti ég og er ég fædd og uppalin á Ísafirði. Ég flutti í Kópavoginn fyrir rúmu ári síðan og líkar það mjög vel. Ég er í góðu og traustu sambandi með honum Svenna mínum, og á hann yndislegan son.

Nýjustu myndir

  • Aðfangadagur 2007
  • flotta flotta harið
  • Ungverjaland 2007
  • Ég og Karen Blautar
  • Svenni að hella inn á Stefán

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband