Færsluflokkur: Bloggar

Bless bless og takk fyrir daginn

Ég er flutt aftur yfir á gamla bloggið mitt elskurnar mínar


Fréttir af mér

Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman....
Eftir að ég kom suður á nýársdag fór ég strax í að leita mér að vinnu. Því þegar maður er ekki að vinna fækkar í buddunni og verður maður að vinna til þess að buddan fyllist Cool Ég sótti um, og daginn eftir (fimmtudaginn) fékk ég hringingu um að ég ætti að koma í viðtal kl eitt sama dag. Svo ég dreif mig og hitti hana Ágústu, mér leist mjög vel á staðinn og þáði boðið. Ég er farin að vinna á leikskólanum Seljaborg ( www.seljaborg.is
 ) Þessi leikskóli er með Hjallastefnuna og finnst mér það alveg frábært þar sem að ég tók alla uppeldisfræði í Menntaskólanum heima á Ísafirði, og í uppeldisfræði 203 var mikið einblínt á Hjallastefnuna sjálfa. Þannig að mér finnst það bara spennandi að vinna við það sem ég hef lært, og leggst þetta mjög vel í mig. Ég er með yngsta kjarnann og eru þar allir krakkar fæddir 2005. Algjörar krúsídúllur.
Ég hitti einnig áfangastjórann í MK í dag til þess að ræða hvað ég gæti gert varðandi stúdentinn. Ég spurði hvort möguleiki væri á að vera í kvöldskóla þar sem að ég er nú komin í 100% starf á Seljaborg. Það var hið minnsta mál að taka einn áfanga og þá í kvöldskóla. Ekkert smá heppin þarna. Ég mun taka FLÚ 103 (ferða-landafræði-útlönd) heitir þessi áfangi, þannig að ég fengi landafræðina mína einnig metna inn. Mæti bara einu sinni í viku þá er ég að tala um hvern miðvikudag og í þrjá tíma í senn í skólann (19-22), og ætti þetta að vera voðalega fínt að ég held. 
Ég tel þetta blogg vera aðeins lengra en ég ætlaði mér, og er þetta það nýjasta að frétta af mér. Ég ætla að segja þetta gott í bili, og skrifa næst þegar ég hef einhverjar fregnir.
Kossar og knús á línuna
 

Annáll 2007

Janúar

·         Ég flutti í Kópavoginn til Hrefnu frænku og Stefáns

·         Hóf nám við Menntaskólann í Kópavogi í þeirri von um að klára stúdentinn sem fyrst

·         Byrjaði að vinna á McDonalds Smáratorgi, og kynntist yndislegu fólki þar

·         Mikið djamma og allskonar rugl sem að fylgdi því
heit mynd Hittingur hjá Lóu 13.jan


Febrúar

·         Litla prinsessan fæddist, Jóhanna María

·         Frænkan beið spenntust í borginni eftir að sjá hana, en alltof langur tími leið þangað til að ég sá hana

·         Djammið var óstöðvandi

·         Byrjaði í sambandi sem entist ekkert og mikið rugl og vesen fylgdi því

·         Ekki enn farin vestur á firði
DSC01687 Ég með Jóhönnu Maríu gullmolann minn


Mars

·         Skólinn, djammið og félagslífið komið á fullt....

·         Sjóslys varð fyrir vestan sem var alveg hreint hrikalegur atburður Woundering

·         Ekki enn farin vestur á firði!!! Errm


Apríl

·         Árshátíð McDonalds var, og eftirpartý heima hjá Víði... Fór vestur daginn eftir...

·         Fór vestur til Ísafjarðar yfir páskana og sá þá Jóhönnu Maríu í fyrsta skiptið!

·         Brói kom í heimsókn yfir páskana með börnin sín þrjú

·         Aldrei fór ég suður hátíðin stóð svo sannarlega fyrir sínu

·         Klikkað djamm á okkur Karen og tequila var sko málið þar á ferð.

·         Hitti marga brottflutta og þeir sem búa enn á ísafirði, alltaf gaman að hitta gamla félaga

·         Kynntist Svenna mínum
GenerateImageWatermark Við Karen á Aldrei fór ég suður.... Tequila úje!


Maí

·         Hitti Svenna í fyrsta skiptið

·         Byrjuðum saman þann 7 en lét engan vita af því

·         Skólinn kláraðist og vinnan tók við
svenni Svenni minn InLove

Júní

·         Tilkynnti fólki að við Svenni værum byrjuð saman og allir tóku vel í það

·         Gerði ekkert annað en að vinna!!! Angry
Ég klippti um 50 cm af hárinu á mér
flotta flotta harið Fyrir (Sítt hár)

null Eftir hárið mun styttra!



Júlí

·         Fór á ættarmót hjá ömmu Ásgerði og systkinum hennar

·         Svenni kom með, og skildi eftir sig stórt spor í ættinni

·         Svakalegt vatnsstríð varð á ættarmótinu,bara gaman

·         Við Svenni fórum í útilegu á Þingvöllum

·         Ókum um allt þar,skoðuðum Gullfoss og Geysi fórum í sund og löbbuðum í klettunum á Þingvöllum

·         Fórum í Draugasafnið á Stokkseyri og Dýrasafnið líka þar. Rosalega gaman að sjá
Svenni að hella inn á Stefán Svenni að rennbleyta Stefán


Ágúst

·         Fór til Ungverjalands með Karen og vorum þar í þrjár vikur

·         Byrjuðum á að eyða smá tíma í Danmörku

·         Flugum svo til Ungverjalands

·         Skoðuðum Budapest, Debrecen og heimabæ hennar Karenar, Nyíregyháza

·         Ég  varð 21 árs og fékk mér tattoo á afmælisdeginum

·         Við lentum í svakalegri rigningu seinasta daginn okkar

·         Löng bið beið okkar svo í Danmörku

·         Ég þurfti að henda handklæði úr töskunni, því hún var of þung

·         Skólinn byrjaði eina ferðina enn
DSC02356 Við svo sannarlega blautar eftir rigningunaDSC02355 Ég, Karen og Gugi eftir rigninguna miklu! Voða gaman


September

·         Skólinn og vinnan byrjuð á fullu

·         Ekkert merkilegt gerðist þennan mánuðinn .... Cool


Október

·         Skólinn á fullu,ekkert nema stanslaus próf og læti

·         Ég skrapp Vestur yfir löngu helgina

·         Fékk viðvörun úr skólanum venga slæmrar mætinguBlush


Nóvember

·         Afi áttræður og við Svenni skelltum okkur ásamt Kristóferi vestur í tilefni afmælisins hans afa

·         Svakalega stór og skemmtileg veisla. Gaman að hitta allt fólkið líka

 

·         Þurftum að keyra suður,þar sem að veðrið var ekki skemmtilegt og við þurftum að komast suður vegna vinnu og skóla

 

·         Skólinn var alveg á milljón,ég vissi varla hvað snéri upp né niður

 

·         Ég hætti á McDonalds, jibbý yay!! Cool


Desember

·         Lokaprófin byrjuðu

·         Ég náði þeim öllum nema fjarnáminu

·         Ég þurfti að kveðja eina ferðina enn stúdentinn... L

·         Mamma,pabbi og Stefán komu suður og héldu jólin þar

·         Vorum 12 saman heima hjá Hrefnu á aðfangadagskvöld

·         Yndislegur tími alveg

·         María og Birkir eignuðust dóttir á aðfaranótt Jóladags

·         Fór vestur milli hátíða og var þar yfir áramótin
DSCF0767 Aðfangadagskvöld í Jórsölum 5

Að lokum vil ég þakka fyrir árið sem er að líða og óska öllum farsældir á nýju ári


Jólín mín í hnotskurn

Ég er komin á Ísafjörðinn. Við ókum hingað vestur í gærkvöldi og mér var ekið beint heim til Sædísar. Þar voru stelpurnar og voru að spila party og co, stebbi greyið sat bara í sófanum því Heiða vildi ekki spila þegar stelpurnar byrjuðu. En ég var svo æst í að fá að vera með svo Heiða var með mér í liði og greyið hann stebbi þurfti enn að sitja í sófanum og horfa bara á TV. En okkur Heiðu gekk bara vel og náðum Sædísi og Lóu þrátt fyrir að við byrjuðum í miðjum leik.
- Ég ætla aðeins að fara til baka og segja frá jólunum sjálfum,þar sem að ég eyddi þeim nú í Reykjavíkinni þetta árið. Aðfangadagur og kvöldið sjálft var bara feiknarskemmtilegt. Kristófer kom heim um tíuleytið, og fékk hann að leggja sig og svaf hann töluvert lengi þar sem að hann var útkeyrður eftir mömmuhelgina. Eftir að hann vaknaði skelltum við Svenni okkur út í pakkarúnt með Kristófer. Fórum í íbúðina hjá mömmu og pabba og vorum þar í smá stund svo skruppum við heim til Hrefnu og ég varð eftir þar, því ég þurfti að hafa mig til fyrir kvöldið. Svo kom fólkið allt saman rétt um hálf sex og var bara beðið eftir að maturinn byrjaði. Við fengum graskerssúpu í forrét sem er sjúklega góð, svo var pörusteik í aðalrétt ásamt hamborgarahrygg og fengum svo súkkulaðiköku í eftirrétt. Bara sprungin eftir þetta át. Svo var opnað pakkana og fékk ég aðeins meira en ég bjóst við. Svenni hefur greinilega ekki nennt að hlusta meira á tuðið í mér og ákvað að gefa mér myndavél,þar sem að mín "góða" 2ja ára SONY myndavél, er í fokki. En ég fékk þessa flottu casio myndavél frá ástinni. Svo gáfu mamma mér pottasett og allt sem að tengist eldhúsi,voðalega nice. Gott að eiga eitthvað þegar ég fer að búa, annars fékk ég fullt meir sem ég nenni nu ekki að telja upp. Jóladagur var líka voðalega rólegur, fórum í kaffi heim til Svenna og voru foreldrar mínir og hans að hittast í fyrsta skipti voða spennandi eitthvað. Um kvöldið var svo matur hjá Indriða og Laufey og fengum við þennan yndislega kalkún í matinn. Ég át yfir mig,og átti erfitt með að hryefa mig eftir matinn. Var við það að fara að æla Woundering En fengum svo fromas í eftirrétt sem var ekkert smá ferskur að mér fannst. Svo var bara farið til Svenna og legið í leti þangað til við fórum að sofa.
Annar í jólum; babbaramm.... Já ég fór í hádegismat til Önnu Rósu og Kidda og var margt á boðstólnum þar á bæ. Ég smakkaði þar rjúpu í fyrsta sinn,og hér með ætla ég að senda kallinn til þess að fá Skotvopnaréttindin, því hann á að fara árlega að skjóta rjúpur, ég er meira en til í að hafa það sem jólamatinn minn. Ég stoppaði að vísu stutt hjá önnu  rósu og kidda, og fór til Svenna, vorum við bara eitthvað að hangsa og fórum til Hrefnu í smá rúnt með Kristófer, og var hann úti að leika í snjónum. Síðan brunuðum við heim til Svenna þar sem að stórt matarboð var þar um kvöldið. Fengum við kalkún þar og át ég aftur á mig gat, og í eftirrétt fengum við ávaxtabombu og rjómarönd (fromas með karamellu) svakalega gott allt saman. Síðan lág ég bara flatmaga í sófanum og horðfi á TV um kvöldið.... Tounge Ég væri samt alveg til í að eyða áramótunum með kallinum mínum,en ég geri það um næstu áramót. Mig langaði örlítið heim á Ísafjörð að hitta elskurnar mínar hér.
En ég ætla að skella mér í sturtu og reyna að redda mér fari í bæinn,er að hugsa um að heimsækja hana Maríu mína á spítalann, og prinsessuna hennar! Kissing
Þangað til næst. Gleðilega hátíð


Þorláksmessa ~ Aðfangadagur~Jóladagur~Annar í jólum

Í dag var skellt sér í skötuveislu til Indriða frænda. Þar smakkaði ég ekta vestfirksaskötu í fyrsta sinn í lífi mínu (á meðan ég man) og fer þessi viðbjóður aldrei aftur inn fyrir mínar varir!  Cool Eftir veisluna fórum við Svenni til Hrefnu og klippti hún okkur fyrir jólin, og fórum svo í afmælisveislu til frænku Svenna, hennar Ingu Valdísar. Síðan skruppum við bara í heimsókn til múttu,pabba og Stefáns í íbúðina. Voðalega rólegur dagur.
Svo eru bara blessuð jólin á morgun, og ætla ég að koma mér í jólafrí frá blogginu. 
Vil bara óska ykkur gleðilegra jóla

P.S. fer vestur 27.des 


Svona fór það

Ég mætti í prófið eftir að hafa eytt deginum í gær og í dag að lesa í hljóð- og setningafræði, en það dugði ekki til. Ég hækkaði mig um tvo heila ef ég ætti að miða við prófið sem ég tók í FÁ en það dugði samt ekki. Ég reyndi mitt besta en svona fór það...
Ég tek þetta þá bara 100% í maí, ætla að fá skrifað undir hjá skólanefndinni að allt verði tipp topp og ég fái að útskrifast,þannig að það er ekki hægt að segja við mig í þriðja sinn að ég nái ekki útskrift! Núna kemur að mér að stoppa þau. Ég hef eytt nægum tíma í skólanum og reynt að gera allt sem í mínu valdi stendur en þau finna alltaf eitthvað til þess að stoppa það. Svo ekkert annað kemur til greina en að fá það skrifað á pappír að ég fái að útskrifast.
En ég ætla ekki að sökkva mér í einhverja sorg,ég reyndi mitt besta og er það eina sem ég gat, núna taka bara æðislegu jólin við og ætla ég að njóta þeirra, mamma er að koma suður á morgun hlakka ég ekkert smá mikið til Smile svo kemur pabbi á laugardaginn.
Kv. Ásgerður UNstúdína


Stytta mér stundir

Á meðan ég er að bíða eftir útkomunni úr íslenskunni ætla ég að svara þessum spurningum sem ég stal hjá Valdísi Cool

Hefur þú ... ?

Dansað í rigningunni?
  Já ég gerði það á dimmiteringunni heima á Ísafirði, Vorum nokkur svínin að dansa á torginu voða gaman.

Sagt brandara sem enginn hló að?
jáh,ég er svo ófyndinTounge
Verið sagt upp af kærasta/kærustu?
 
Nei

Sagt kærasta/kærustu upp?
 Ójáh, og átti hann það MEST skilið

Verið ástfanginn?
Já,og er það í dag

Kelað í bíl:
Jámm

Grátið yfir bíómynd? 
Ég gerði það,en geri ekki enn

Viljað eitthvað sem þú getur ekki fengið?
 Held það sé alla daga ? hmmm

Notið ásta á ströndinni?
Nei,það eru ekki góðar strendur hér við land

Stolið úr búð?

Öskrað á gæludýrið þitt?
Nei

Setið um einhvern:
Nei

Skammast þín fyrir fjölskyldumeðlim?
Já það hef ég gert

Verið með einhverjum sem var ekki einhleypur?
Neibb

Komið í sjónvarpinu:
Já, þá var ég að taka í höndina á Forsetanum það vorið sem óli var fyrst kjörinn forseti

Komið fram á sviði?
Já í nokkrum leikritum í grunnskóla og svo þegar ég lék á fiðlu í den


Mætt drukkinn í skóla/vinnu?
Nei,en mætti þunn og illa útsofin fyrsta skóladaginn þegar vettlingapartýið var heim. good times
Farið topplaus í sólbað?
ja þegar eg var lítil

Sært einhvern tilfinningalega?

Verið særð tilfinningalega.

Verið látin sitja eftir í skólanum?
Nei

Lent í bílslysi? 
Nei, ekki nema þegar Sindri fáviti olli árekstri og þá kom bíll aftan á okkur,ég fékk bara í bakið. ekkert alvarlegt

Feikað veikindi til að losna við skólann? 
Ójáh! ekki sjaldan, en komst ósköp sjaldan upp með það

Verið handtekinn?
Nei

Gert mistök?
Já, mjög mörg

Sungið vel?
Ég syng ekki

Gengið á háum hælum?
Já hef oft gert og geri enn

Þá er þetta búið, en enginn búinn að hringja, bíði bíði bíði...!!! urrr


7.dagar til jóla

Það er rétt vika í blessuð jólin,og ég sit hér eina ferðina enn að læra. Hélt ég væri loksins komin yfir það að þurfa að læra,en svo er ekki. Ég þarf að mæta í próf á morgun kl 13.30 og þetta próf er nánast upp á lífið eða dauðann. Ég hef aldrei á ævi minni verið jafn svartsýn og ég er gagnvart þessu prófi,en það eru svo margir sem að skipa mér að mæta í prófið og geri ég þetta fyrir þau svo það sé hætt að nöldra í mér að mæta. Ég stefni bara beint á fallið,því það er jú það eina sem ég þarf til þess að klára þetta. Það er blessað fallið. Fáranlegt!
Ég fæ ekki að útskrifast með 140 einingar,en fæ að útskrifast með 140 einingar og eitt fall.. En ef það er það sem þau eru að biðja um skulu þau fá það. Ég hef aftengt GSM símann minn svo fólk nær ekkert í mig í dag, ef þess sé þörf þá geymiði það bara þangað til á morgun um kl þrjú um daginn, ekki fyrr.
Ég lofa jákvæðu bloggi þegar ég sé eitthvað jákvætt framundan,þangað til verður allt
svart


Svekkelsi

Eitt orð getur lýst líðan mínum í dag,það er orðið "svekkt".
Ég náði öllum prófunum í MK,og er því komin með 140 einingar í PLÚS (við þær einingar sem ekki verða metnar frá MÍ) Áfangastjóri MK sagði mér í dag að ég gæti ekki orðið stúdent því það vanti 3 einingar, og ekki er hægt að nýta einingar frá MÍ. Því einingarnar eru í fögum sem eru ekki inn á kennsluskrá menntaskólanna, svo Menntaskólinn á Ísafirði, bjó til þessi fög á meðan ég var í skólanum, og í framhaldi af því get ég ekki fengið það metið. En ég fékk þann kost að taka próf á miðvikudaginn í ísl603 en spurning hvort það borgi sig,ég kann ekki rass í þessu fagi Woundering Þetta verður hausverkur helgarinnar,ég er samt við það að gefast upp, alltaf þegar ég ætla að útskrifas þá finna þau eitthvað að. Svo ein önnur spurningin er sú ef ég ákveð að taka fag utanskóla eftir áramót, verður það ekki þannig að þau reyni bara að finna enn einn gallann ? Ég gefst upp!!Crying
En ætli ég geti kært þennan skóla. Fyrir það að ég var látin borga sitthvora önnina og fyrir þennan pening fékk ég ekki neitt. Ég var láti í fög sem að skólinn bjó til,sem myndu aldrei gagnast mér í framtíðinni. Ég ætla allavega að hugsa málið, og ekki sakar það að kæra þau. Því ég hefði alveg getað plokkað orma úr fiski í staðin fyrir að borga þeim 9000-10.þús fyrir ekki neitt. Ég var rænd!!


Kemur allt með kaldavatninu

Þá er prófunum lokið hjá mér,og spenningur magnast. Beðið er eftir útkomunni úr prófunum,og er þetta orðið hálf óbærilegt. Einn daginn er maður afskaplega jákvæður og bjartsýnn og hlakkar til útskriftarinnar,en hinn daginn þá er ég ekki viss hvort ég hafi klárað og aflýst útskriftinni í huganum. 
Ég skítféll á Íslenskufjarnáminu,fékk ekki nema 1,5 sem er afskaplega slappt. Mér fannst ég líka ganga herfilega í prófinu. Samt sem áður var ég búin að gera prófin sem hann setti fyrir og skila verkefnum. Ég sendi fyrirspurnir um verkefnin hvort ég væri að gera rétta hluti,en fékk aldrei svar,svo í raun vissi ég aldrei hvernig ég væri að standa mig. En svo fór ég yfir verkefnin mín fyrir prófið og mætti í það,og jáh eins og segi hér fyrir ofan. Ég skítféll!
En það eru komnar 19 einingar inn af 22 í MK,svo ég er með krosslagða fingur í sambandi við þetta allt saman. Ég er búin að senda áfangastjóranum e-mail um námið og fékk ég í eitt skiptið svarið " það er nú leitt, og hvað ætlaru að gera eftir áramótin" Mér fannst þetta lélegt,því ef ég næ að klára söguna þá er ég komin með allt í allt 140 einingar. En þarf að taka einn aukaáfanga út af kjörsviðinu. Hvað með þennan yfirdrifna einingarfjölda úr Menntaskólanum á Ísafirði. Er verið að segja mér það þá óbeint að tilgangur minn í MÍ þessi ár sem ég var þar hafi verið enginn. Ég hefði jafnvel getað verið að vinna á færibandinu í frystihúsinu í Hnífsdal,í staðin fyrir að sitja þar á skólabekk ? Ég hef aldrei verið jafn sár út í skólanefnd og skólann á Ísafirði,sem er megin ástæðan fyrir því að ég yfirgaf skólann, mér finnst skömm að útskrifast frá þessum skóla, og viðhorf mitt til hans mun aldrei breytast, fyrr en að Gósý hefur sagt upp störfum þar.
En ég fer ekki ofan af mínu,margir hafa fengið ótrúlegustu sénsa í sambandi við stúdentinn,svo ég ætla að bíða og vona..


Næsta síða »

Um bloggið

Þér kemur það bara ekkert við

Ég

Ásgerður Friðbjarnardóttir
Ásgerður Friðbjarnardóttir

Ásgerður heiti ég og er ég fædd og uppalin á Ísafirði. Ég flutti í Kópavoginn fyrir rúmu ári síðan og líkar það mjög vel. Ég er í góðu og traustu sambandi með honum Svenna mínum, og á hann yndislegan son.

Nýjustu myndir

  • Aðfangadagur 2007
  • flotta flotta harið
  • Ungverjaland 2007
  • Ég og Karen Blautar
  • Svenni að hella inn á Stefán

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband