4.1.2008 | 18:05
Fréttir af mér
Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman....
Eftir að ég kom suður á nýársdag fór ég strax í að leita mér að vinnu. Því þegar maður er ekki að vinna fækkar í buddunni og verður maður að vinna til þess að buddan fyllist Ég sótti um, og daginn eftir (fimmtudaginn) fékk ég hringingu um að ég ætti að koma í viðtal kl eitt sama dag. Svo ég dreif mig og hitti hana Ágústu, mér leist mjög vel á staðinn og þáði boðið. Ég er farin að vinna á leikskólanum Seljaborg ( www.seljaborg.is ) Þessi leikskóli er með Hjallastefnuna og finnst mér það alveg frábært þar sem að ég tók alla uppeldisfræði í Menntaskólanum heima á Ísafirði, og í uppeldisfræði 203 var mikið einblínt á Hjallastefnuna sjálfa. Þannig að mér finnst það bara spennandi að vinna við það sem ég hef lært, og leggst þetta mjög vel í mig. Ég er með yngsta kjarnann og eru þar allir krakkar fæddir 2005. Algjörar krúsídúllur.
Ég hitti einnig áfangastjórann í MK í dag til þess að ræða hvað ég gæti gert varðandi stúdentinn. Ég spurði hvort möguleiki væri á að vera í kvöldskóla þar sem að ég er nú komin í 100% starf á Seljaborg. Það var hið minnsta mál að taka einn áfanga og þá í kvöldskóla. Ekkert smá heppin þarna. Ég mun taka FLÚ 103 (ferða-landafræði-útlönd) heitir þessi áfangi, þannig að ég fengi landafræðina mína einnig metna inn. Mæti bara einu sinni í viku þá er ég að tala um hvern miðvikudag og í þrjá tíma í senn í skólann (19-22), og ætti þetta að vera voðalega fínt að ég held.
Ég tel þetta blogg vera aðeins lengra en ég ætlaði mér, og er þetta það nýjasta að frétta af mér. Ég ætla að segja þetta gott í bili, og skrifa næst þegar ég hef einhverjar fregnir.
Kossar og knús á línuna
Eftir að ég kom suður á nýársdag fór ég strax í að leita mér að vinnu. Því þegar maður er ekki að vinna fækkar í buddunni og verður maður að vinna til þess að buddan fyllist Ég sótti um, og daginn eftir (fimmtudaginn) fékk ég hringingu um að ég ætti að koma í viðtal kl eitt sama dag. Svo ég dreif mig og hitti hana Ágústu, mér leist mjög vel á staðinn og þáði boðið. Ég er farin að vinna á leikskólanum Seljaborg ( www.seljaborg.is ) Þessi leikskóli er með Hjallastefnuna og finnst mér það alveg frábært þar sem að ég tók alla uppeldisfræði í Menntaskólanum heima á Ísafirði, og í uppeldisfræði 203 var mikið einblínt á Hjallastefnuna sjálfa. Þannig að mér finnst það bara spennandi að vinna við það sem ég hef lært, og leggst þetta mjög vel í mig. Ég er með yngsta kjarnann og eru þar allir krakkar fæddir 2005. Algjörar krúsídúllur.
Ég hitti einnig áfangastjórann í MK í dag til þess að ræða hvað ég gæti gert varðandi stúdentinn. Ég spurði hvort möguleiki væri á að vera í kvöldskóla þar sem að ég er nú komin í 100% starf á Seljaborg. Það var hið minnsta mál að taka einn áfanga og þá í kvöldskóla. Ekkert smá heppin þarna. Ég mun taka FLÚ 103 (ferða-landafræði-útlönd) heitir þessi áfangi, þannig að ég fengi landafræðina mína einnig metna inn. Mæti bara einu sinni í viku þá er ég að tala um hvern miðvikudag og í þrjá tíma í senn í skólann (19-22), og ætti þetta að vera voðalega fínt að ég held.
Ég tel þetta blogg vera aðeins lengra en ég ætlaði mér, og er þetta það nýjasta að frétta af mér. Ég ætla að segja þetta gott í bili, og skrifa næst þegar ég hef einhverjar fregnir.
Kossar og knús á línuna
Um bloggið
Þér kemur það bara ekkert við
Bloggvinir
Tenglar
Í minningu um:
Krílin
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi bara kvitta fyrir komuna skvísa, og segja gleðilegt ár, og takk fyrir það gamla :)
Dagný Finnbjörns (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:22
Til hamingju með vinnuna þína.. bara allar komnar á leikskóla, ég , þú sædís og ólína ;)
Eva (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 03:33
vá.. það er flott að geta tekið fagið í kvöldskóla þá þarfu s.s. ekki að hafa neinar áhyggjur tala nú ekki um að fá landafræðina metna með :) til hamingju með þetta og vinnuna :) knús Eydís
Eydís (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 02:47
Vonandi á vinnan eftir að eiga vel við þig :) Hef enga trú á öðru!!
Og gangi þér svo vel með þenn eina skemmtilega áfanga í kvöldskólanum.. þetta tekst allt saman fyrir rest, vittu til!! :) Þá verður þetta allt þess virði!
Kossar að heiman!! :*:*
Eygló (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.