28.12.2007 | 13:59
Jólín mín í hnotskurn
Ég er komin á Ísafjörðinn. Við ókum hingað vestur í gærkvöldi og mér var ekið beint heim til Sædísar. Þar voru stelpurnar og voru að spila party og co, stebbi greyið sat bara í sófanum því Heiða vildi ekki spila þegar stelpurnar byrjuðu. En ég var svo æst í að fá að vera með svo Heiða var með mér í liði og greyið hann stebbi þurfti enn að sitja í sófanum og horfa bara á TV. En okkur Heiðu gekk bara vel og náðum Sædísi og Lóu þrátt fyrir að við byrjuðum í miðjum leik.
- Ég ætla aðeins að fara til baka og segja frá jólunum sjálfum,þar sem að ég eyddi þeim nú í Reykjavíkinni þetta árið. Aðfangadagur og kvöldið sjálft var bara feiknarskemmtilegt. Kristófer kom heim um tíuleytið, og fékk hann að leggja sig og svaf hann töluvert lengi þar sem að hann var útkeyrður eftir mömmuhelgina. Eftir að hann vaknaði skelltum við Svenni okkur út í pakkarúnt með Kristófer. Fórum í íbúðina hjá mömmu og pabba og vorum þar í smá stund svo skruppum við heim til Hrefnu og ég varð eftir þar, því ég þurfti að hafa mig til fyrir kvöldið. Svo kom fólkið allt saman rétt um hálf sex og var bara beðið eftir að maturinn byrjaði. Við fengum graskerssúpu í forrét sem er sjúklega góð, svo var pörusteik í aðalrétt ásamt hamborgarahrygg og fengum svo súkkulaðiköku í eftirrétt. Bara sprungin eftir þetta át. Svo var opnað pakkana og fékk ég aðeins meira en ég bjóst við. Svenni hefur greinilega ekki nennt að hlusta meira á tuðið í mér og ákvað að gefa mér myndavél,þar sem að mín "góða" 2ja ára SONY myndavél, er í fokki. En ég fékk þessa flottu casio myndavél frá ástinni. Svo gáfu mamma mér pottasett og allt sem að tengist eldhúsi,voðalega nice. Gott að eiga eitthvað þegar ég fer að búa, annars fékk ég fullt meir sem ég nenni nu ekki að telja upp. Jóladagur var líka voðalega rólegur, fórum í kaffi heim til Svenna og voru foreldrar mínir og hans að hittast í fyrsta skipti voða spennandi eitthvað. Um kvöldið var svo matur hjá Indriða og Laufey og fengum við þennan yndislega kalkún í matinn. Ég át yfir mig,og átti erfitt með að hryefa mig eftir matinn. Var við það að fara að æla En fengum svo fromas í eftirrétt sem var ekkert smá ferskur að mér fannst. Svo var bara farið til Svenna og legið í leti þangað til við fórum að sofa.
Annar í jólum; babbaramm.... Já ég fór í hádegismat til Önnu Rósu og Kidda og var margt á boðstólnum þar á bæ. Ég smakkaði þar rjúpu í fyrsta sinn,og hér með ætla ég að senda kallinn til þess að fá Skotvopnaréttindin, því hann á að fara árlega að skjóta rjúpur, ég er meira en til í að hafa það sem jólamatinn minn. Ég stoppaði að vísu stutt hjá önnu rósu og kidda, og fór til Svenna, vorum við bara eitthvað að hangsa og fórum til Hrefnu í smá rúnt með Kristófer, og var hann úti að leika í snjónum. Síðan brunuðum við heim til Svenna þar sem að stórt matarboð var þar um kvöldið. Fengum við kalkún þar og át ég aftur á mig gat, og í eftirrétt fengum við ávaxtabombu og rjómarönd (fromas með karamellu) svakalega gott allt saman. Síðan lág ég bara flatmaga í sófanum og horðfi á TV um kvöldið.... Ég væri samt alveg til í að eyða áramótunum með kallinum mínum,en ég geri það um næstu áramót. Mig langaði örlítið heim á Ísafjörð að hitta elskurnar mínar hér.
En ég ætla að skella mér í sturtu og reyna að redda mér fari í bæinn,er að hugsa um að heimsækja hana Maríu mína á spítalann, og prinsessuna hennar!
Þangað til næst. Gleðilega hátíð
Um bloggið
Þér kemur það bara ekkert við
Bloggvinir
Tenglar
Í minningu um:
Krílin
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.