18.12.2007 | 17:56
Svona fór það
Ég mætti í prófið eftir að hafa eytt deginum í gær og í dag að lesa í hljóð- og setningafræði, en það dugði ekki til. Ég hækkaði mig um tvo heila ef ég ætti að miða við prófið sem ég tók í FÁ en það dugði samt ekki. Ég reyndi mitt besta en svona fór það...
Ég tek þetta þá bara 100% í maí, ætla að fá skrifað undir hjá skólanefndinni að allt verði tipp topp og ég fái að útskrifast,þannig að það er ekki hægt að segja við mig í þriðja sinn að ég nái ekki útskrift! Núna kemur að mér að stoppa þau. Ég hef eytt nægum tíma í skólanum og reynt að gera allt sem í mínu valdi stendur en þau finna alltaf eitthvað til þess að stoppa það. Svo ekkert annað kemur til greina en að fá það skrifað á pappír að ég fái að útskrifast.
En ég ætla ekki að sökkva mér í einhverja sorg,ég reyndi mitt besta og er það eina sem ég gat, núna taka bara æðislegu jólin við og ætla ég að njóta þeirra, mamma er að koma suður á morgun hlakka ég ekkert smá mikið til svo kemur pabbi á laugardaginn.
Kv. Ásgerður UNstúdína
Um bloggið
Þér kemur það bara ekkert við
Bloggvinir
Tenglar
Í minningu um:
Krílin
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér að taka þetta á bjartsýninni :)
Skil líka vel að þú ætlir að verða hörð á þínu og fá á blað að þú mundir geta útskrifast á næstu önn.
Gangi þér bara vel og gleðileg jól
Inga Rós (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:21
Hver er summan af níu og nítján? : afhverju á ég að svara því þegar ég ætla að kommenta HA !! rugl
en er ekki bara tími til kominn að opna gömlu vodkaflöskuna
Gunni M (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.